Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir skilmála Mílu fyrir IPTV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 3

Túngumál EN
Heim

PFS samþykkir skilmála Mílu fyrir IPTV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 3

2. maí 2018

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 6/2018 samþykkir stofnunin skilmála Mílu ehf. (Mílu) á nýrri þjónustu, IPTV sjónvarpsflutnings á aðgangsleið 3. Í dag er Míla að bjóða IPTV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 1 en þessi þjónusta hefur ekki verið í boði á aðgangsleið 3. Flutningur á IPTV sjónvarpsþjónustu tilheyrir heildsölumarkaði fyrir bitastraumsaðgang sem er markaður nr. 5 samkvæmt tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2008.

Ákvörðunin byggir á ákvörðun PFS nr. 21/2014 frá 13. ágúst 2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum heimtauga og bitastraums. Mílu er skylt að veita IPTV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 3 samkvæmt kvöðum sem á fyrirtækinu liggja samkvæmt ofangreindri ákvörðun.

Efnt var til innanlandssamráðs um ákvörðunardrög PFS um skilmála Mílu fyrir ITPV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 3 þann 13. desember sl. og stóð samráðið til 5. janúar 2018.

Drög að ákvörðuninni, voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 28. mars sl. Athugasemdir ESA hafa nú borist og má finna þær í viðhengi við ákvörðun þá er nú er birt (sjá skjölin hér fyrir neðan).

Ákvörðun PFS nr. 6/2018 - Skilmálar Mílu fyrir IPTV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 3 (pdf)

Álit ESA (pdf)

Til baka