Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.
Skýrslan sem nú er birt sýnir tölfræði um fjarskiptamarkaðinn fyrir allt árið 2017. Hún inniheldur tölulegar upplýsingar um helstu þætti á markaðnum og samanburð við stöðuna á árunum á undan. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, föstum internettengingum og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.
Sú breyting varð á samsetningu markaðarins á árinu að 365 miðlar hurfu af fjarskiptamarkaði við kaup Vodafone á ljósvaka- og fjarskiptaeignum fyrirtækisins. Í tölfræðiskýrslunni nú eru sameiginlegar upplýsingar beggja fyrirtækjanna eingöngu birtar undir nafni Vodafone fyrir árið 2017.
Meðal helstu tölulegu upplýsinga um íslenska fjarskiptamarkaðinn árið 2017 má nefna:
- Heimasími
- Fjöldi áskrifenda lækkar lítillega en mínútum heldur áfram að fækka mikið milli ára
- Netsímaáskrifendum (VoIP) hefur fjölgað með aukinni lagningu ljósleiðara og niðurlagningu á eldra heimasímakerfi (PSTN kerfi) Símans
- Síminn og Vodafone eru stærstu fyrirtækin á markaði fyrir heimasíma með um 94% hlutdeild
- Farsími
- Farsímaáskriftum fjölgar lítillega, í takt við fólksfjölgun sem varð um 3% á árinu skv. Hagstofu Íslands.
- Þrjú félög, Nova, Vodafone og Síminn skipta nokkurn veginn jafnt með sér markaðshlutdeild á farsímamarkaði
- Fjölgun hefur orðið í samningsbundnum áskriftum en fyrirframgreiddum símakortum fækkar
- Skilaboðum (SMS og MMS) fækkar lítillega
- Gagnamagn á farsímaneti heldur áfram að aukast þó dregið hafi úr aukningunni, en hún hefur verið mjög mikil undanfarin ár með innleiðingu á 4G
- Í farsímanetum er hlutfallslega meira gagnamagn notað í símum en í öðrum tækjum sem eru eingöngu fyrir gagnanotkun, t.d. spjaldtölvum.
- Fastar nettengingar
- Internettengingum hefur fjölgað lítillega þegar á heildina er litið, en mikil aukning er í ljósleiðaratengingum samhliða fækkun í xDSL tengingum. Um síðustu áramót voru ljósleiðaratengingar 43% allra internettenginga.
- Internettengingum hefur fjölgað lítillega þegar á heildina er litið, en mikil aukning er í ljósleiðaratengingum samhliða fækkun í xDSL tengingum. Um síðustu áramót voru ljósleiðaratengingar 43% allra internettenginga.
- Sjónvarp
- Áskrifendur með sjónvarp yfir IPTV eru 107.389 í lok árs 2017, en voru 99.091 í lok árs 2016
- Áskrifendur með sjónvarp yfir IPTV eru 107.389 í lok árs 2017, en voru 99.091 í lok árs 2016
- Velta og fjárfesting
- Velta á fjarskiptamarkaði jókst lítillega á árinu 2017. Tekjur af heimasíma og farsíma fóru lækkandi en aftur á móti hafa tekjur af fastaneti, gagnaflutningum og internetþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu farið hækkandi.
- Fjárfesting á fjarskiptamarkaði hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Aukningin hefur aðallega orðið í fastaneti, m.a. vegna lagningar ljósleiðara, en fjárfestingar í farsímarekstri hafa hins vegar dregist saman.
Helstu stærðir á farsímamarkaði má sjá í töflunni hér fyrir neðan sem einnig er að finna í skýrslunni sjálfri.
Sjá tölfræðiskýrsluna í heild:
Tölfræði PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2017
Bakgrunnsupplýsingar - töflur og myndir - Excel skjal
Helstu stærðir/ Main indicators |
2016 |
2017 |
Breyting %Change % |
Fastlínusími / Fixed network phone | 135.601 | 132.303 | -2,4% |
- Þar af VoIP sími / There of VoIP phone | 58.311 | 70.540 | 21,0% |
Fjöldi mín. úr fastlínusíma / Traffic in the fixed network, (1.000) | 330.044 | 274.021 | -17,0% |
Heildarfjöldi farsímaáskrifta / Total mobile subscriptions | 450.839 | 462.026 | 2,5% |
Áskriftir með talþjónustu / Mobile voice subscriptions | 401.613 | 410.662 | 2,3% |
Gagnaáskrift eingöngu / Data only subscriptions | 49.226 | 51.364 | 4,3% |
Samningsbundnar áskriftir / Fixed subscriptions | 231.524 | 241.903 | 4,5% |
Fyrirfram greidd símakort / Pre-paid phone cards | 170.089 | 168.759 | -0,8% |
Fjöldi mín. úr farsíma / Traffic in the mobile network, (1.000) | 827.220 | 856.411 | 3,5% |
Send SMS / SMS sent from mobile, (1.000) | 178.503 | 174.072 | -2,5% |
Send MMS / MMS sent from mobile, (1.000) | 3.649 | 3.562 | -2,4% |
Netþjónusta á farsímaneti / Data only subscriptions | 49.226 | 51.364 | 4,3% |
Gagnamagn á farsímaneti / Data traffic in mobile networks, (GB) | 16.652.368 | 25.365.262 | 52,3% |
Gagnamagn, netið í símann / Data traffic, voice and data, (GB) | 7.664.438 | 13.916.019 | 81,6% |
Netþjónusta á farsímaneti / Data traffic, only data, (GB) | 8.987.930 | 11.449.243 | 27,4% |
Fjöldi internettenginga / Number of internet subscriptions | 128.023 | 133.574 | 4,3% |
Ljósleiðari / Fiber | 42.352 | 56.649 | 33,8% |
xDSL | 84.846 | 75.631 | -10,9% |
IP sjónvarp / IP-TV | 99.091 | 107.389 | 8,4% |
Heildartekjur / Total income from telecommunication | 56.600 | 57.392 | 1,4% |
Fjárfesting / Investment in the telecommunication | 10.039 | 10.660 | 6,2% |
Til baka