Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun setur sér málsmeðferðarreglur

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun setur sér málsmeðferðarreglur

21. júlí 2020

""

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út reglur um málsmeðferð stjórnsýslumála hjá stofnuninni. Reglunum er ætlað að auka gagnsæi í málsmeðferð Póst- og fjarskiptastofnunar við töku stjórnvaldsákvarðana og stuðla að því að stjórnsýslumál séu vel rannsökuð og úrlausn þeirra í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Reglurnar gilda almennt um stjórnsýslumál sem koma til úrlausnar hjá stofnuninni, en taka ekki til tiltekinna verkefna hennar sem lúta sérstökum reglum um málsmeðferð, s.s. tíðniúthlutanir og framkvæmd markaðsgreininga. Fyrst og fremst er um að ræða málsmeðferð við úrlausn ágreiningsmála annars vegar á milli neytenda og fjarskiptafyrirtækja eða póstrekenda og hins vegar á milli fyrirtækja á fjarskipta- og póstmarkaði. Reglurnar eru til fyllingar almennum ákvæðum stjórnsýslulaga og festa í sessi óskráðar reglur og venjur sem stuðst hefur verið við í stjórnsýsluframkvæmd stofnunarinnar til þessa. 

Reglurnar munu taka gildi 1. október nk.

 

Til baka