Hoppa yfir valmynd

Kæru félagasamtaka um frelsi frá rafmengun vegna úthlutunar 5G tíðniheimilda vísað frá

Tungumál EN
Heim

Kæru félagasamtaka um frelsi frá rafmengun vegna úthlutunar 5G tíðniheimilda vísað frá

24. júlí 2020

Með úrskurði sínum í máli nr. 2/2020 frá 14. júlí s.l. hefur úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísað frá kæru Geislabjargar, félagsamtaka um frelsi frá rafmengun, auk nokkurra einstaklinga, vegna ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að úthluta 5G tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja s.l. vor. Var það niðurstaða nefndarinnar að umrædd félagsamtök og einstaklingarnir hefðu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn kæru sinnar.

Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hvað felst í 5G þjónustu og þau álitamál sem hafa komið upp í opinberri umræðu vegna þessarar nýju fjarskiptatækni, m.a. um rafsegulgeislun, er bent á sérstaka upplýsingasíðu um 5G sem PFS hefur komið upp í þessum efnum.

 

Til baka