Hoppa yfir valmynd

Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts fyrir árið 2019

Tungumál EN
Heim

Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts fyrir árið 2019

27. nóvember 2020

""


Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2019. Þetta er gert í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda.

Niðurstaða stofnunarinnar er að kostnaðarbókhald og bókhaldslegur aðskilnaður ÍSP sé í samræmi við viðurkennda aðferðarfræði og ákvæði laga um póstþjónustu og fyrrnefnda reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda. 

Þann 1. janúar 2020 tóku gildi ný lög um póstþjónustu nr. 98/2019. Ein af meginbreytingum laganna var að einkaréttur ríkisins á dreifingu bréfa undir 50 gr. var felldur niður. Í þeirri yfirlýsingu sem hér birtist er því í síðasta skipti tekið tillit til aðgreiningu einkaréttar frá öðrum þáttum í starfsemi ÍSP. Lagatilvitnanir í yfirlýsingunni taka mið af lögum nr. 19/2002. 

Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts 2019

 

Til baka