Hoppa yfir valmynd

Ríkisútvarpið og 365 ljósvakamiðlar fá tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp

Tungumál EN
Heim

Ríkisútvarpið og 365 ljósvakamiðlar fá tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp

27. júní 2005

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gengið að tilboðum Ríkisútvarpsins og 365 ljósvakamiðla ehf. í UHF-tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu. Tíu rásir voru boðnar út til útsendinga samkvæmt DVB-T staðli og rann tilboðsfrestur út 31. maí.
Einungis þessi tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð. 

Ríkisútvarpið fær úthlutað þremur rásum og verður ein rásanna alfarið notuð til að dreifa háskerpusjónvarpi. 365 ljósvakamiðlar ehf. fá úthlutað tveimur rásum.

Í útboðslýsingu voru settar fram kröfur um að bjóðendur skyldu tryggja að uppbygging á dreifikerfi til  98% landsmanna yrði lokið innan tveggja ára. Tilboð beggja fyrirtækja þóttu uppfylla skilyrði um útbreiðslu sendinga og þjónustu við notendur og var því gengið að þeim báðum. 

Frekari upplýsingar veitir Sigurjón Ingvason forstöðumaður lögfræðideildar PFS í síma 510-15000

Fréttatilkynning 27. júní 2005

Meira um UHF-útboðið.

Til baka