Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði: Fyrirhuguð útnefning Já upplýsingaveitna með alþjónustuskyldur vegna útgáfu símaskrár og upplýsingaþjónustu um símanúmer

Tungumál EN
Heim
16. júní 2011

Póst og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar útnefningar Já upplýsingaveitna ehf. með skyldu til að gefa út símaskrá og reka upplýsingaþjónustu um símanúmer, ásamt því að verða við öllum sanngjörnum kröfum hagsmunasamtaka öryrkja um aðgang að þessari þjónustu.

Frestur til að koma með athugasemdir við hina fyrirhuguðu útnefningu er til og með 24. júní n.k. Umsagnir og athugasemdir óskast sendar með tölvupósti á netfangið fridrik(hjá)pfs.is.

Sjá samráðsskjal:  Útnefning alþjónustuveitanda, samkvæmt lögum nr. 81/2003 um fjarskipti (PDF)

 

Til baka