Hoppa yfir valmynd

Notkun SMS í beinni markaðssetningu talin óheimil

Tungumál EN
Heim
4. ágúst 2011

 

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 25/2011 í kvörtunarmáli vegna óumbeðinna fjarskipta. Kvörtunin var tilkomin vegna SMS sendingar sem kvartandi fékk sent í markaðslegum tilgangi frá Hringiðunni. Taldi fyrirtækið að ákvæði 46. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti bannaði ekki að send væru SMS skilaboð í markaðslegum tilgangi þegar móttakandi væri ekki bannmerktur í símaskrá en slíkar sendingar væru vægari nálgun en að hringja í viðkomandi aðila. Niðurstaða ákvörðunarinnar er sú að Hringiðan hafi brotið gegn 1. mgr. 46. gr. fjarskiptalaga með því að senda SMS skilaboð til kvartanda í markaðslegum tilgangi. Gildir sama regla um þetta og á við um sendingu tölvupósts í slíkum tilgangi, þ.e. að afla þurfi fyrirfram samþykkis móttakanda fyrir slíkum sendingum. Sú staðreynd að númerið væri ekki bannmerkt í símaskrá skipti ekki máli, en slíkar merkingar taka til úthringinga í markaðslegum tilgangi. Þá var ekki fyrir að fara viðskiptasambandi á milli kvartanda og Hringiðunnar og því kom því undantekningarákvæði 2. mgr. 46. gr. ekki til álita

Ákvörðun

Til baka