Hoppa yfir valmynd

Númerinu 118 úthlutað til Já upplýsingaveitna

Tungumál EN
Heim
11. mars 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur  úthlutað stuttnúmerinu 118 til Já upplýsingaveitna ehf.  til að veita upplýsingaþjónustu um símanúmer.  Var fyrirtækinu úthlutað númerinu til næstu fimm ára, eða til 10. febrúar 2016

Með ákvörðun PFS nr. 25/2007 um útnefningu fjarskiptafyrirtækja með alþjónustuskyldur voru lagðar skyldur á Já upplýsingaveitur ehf. til að veita aðgang að símaskrá og upplýsingaþjónustu um símanúmer, auk þess sem fyrirtækið hefur, ásamt Símanum hf., ákveðnum skyldum að gegna við að veita öryrkjum og notendum með sérstakar þjóðfélagsþarfir aðgang að fjarskiptaþjónustu. 

Þær alþjónustuskyldur áttu að gilda til ársloka 2010, en voru framlengdar til 30. júní 2011 með bréfi PFS þann 29. desember 2010.  Í bréfinu var jafnframt tekið fram að í ljósi sölu á Já upplýsingaveitum ehf. frá Skipta samstæðunni teldi stofnunin rétt að endurskoða útnefningu fyrirtækisins sem alþjónustuveitanda og meta hvort tilefni væri til að útfæra nánar efni og skilmála kvaðanna.

Sjá bréf PFS til Já upplýsingaveitna ehf. um úthlutun á númerinu 118 (PDF)

 

Til baka