Hoppa yfir valmynd

Gagnleg tölfræði í ársskýrslu 2003

Túngumál EN
Heim

Gagnleg tölfræði í ársskýrslu 2003

28. febrúar 2005

Ársskýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir árið 2003 er komin út.

Þar segir að tvíkeppni ríki á íslenskum fjarskiptamarkaði og undir slíkum kringumstæðum sé meginviðfang stofnunarinnar að veita fyrirtækjum þétt aðhald og tryggja hag neytenda. Þá er bent á að óheppilegt sé til lengri tíma litið að fjölmiðlar með veruleg ítök í dreifingu hafi tök á að takmarka aðgang keppinauta að dreifikerfum. Dreifikerfi hljóðvarps og sjónvarps hérlendis eru yfirleitt undir stjórn þeirra sem framleiða og dreifa efni. 

 

Úrskurðað var  á árinu 2003 að markaðshlutdeild Og Fjarskipta á farsíma- og samtengimarkaði væri umtalsverð, sem þýðir að leggja má á fyrirtækið kvaðir til að jafna samkeppnisstöðu. Stofnunin ákvað jafnframt að Landssímanum bæri að lækka heildsöluverð inn í farsímanet sitt um fimmtán af hundraði.

 

Á árinu 2003 voru settar reglur um staðsetningu og fyrirkomulag afgreiðslustaða fyrir póstsendingar, en eins og kunnugt er hefur Íslandspóstur hin síðari ár gengið til samstarf við banka, sparisjóði og verslanir í þeim efnum Jafnframt voru settar reglur um gæði í  póstþjónustu. Í árskýrslunni eru birtar niðurstöður árlegra gæðakannana á því hversu fljótt póstur berst til neytenda innanlands.
Þá kemur fram að á árinu 2006 verði einkaréttur Íslandspósts á póstsendingum bréfa færður niður í 50 grömm.

 

Greinargott yfirlit yfir þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði er í ársskýrslunni, en með nýjum lögum um fjarskipti sem tóku gildi 2003 var kveðið á um markaðsgreiningu í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins.

 

Hér má sækja ársskýrsluna á pdf sniði. Ársskýrsla 2003

Nýjustu tölfræðiupplýsingar 


 

Til baka