Hoppa yfir valmynd

Reglur um hámarksverð á farsíma- og netlyklanotkun milli landa á EES svæðinu - Nýjar reglur bíða innleiðingar á Íslandi

Tungumál EN
Heim

Reglur um hámarksverð á farsíma- og netlyklanotkun milli landa á EES svæðinu - Nýjar reglur bíða innleiðingar á Íslandi

28. ágúst 2012

Sumarið 2007 setti Evrópusambandið fyrst reglur um hámarksverð á smásöluverð símtala í farsíma milli landa innan þess.  Nauðsynlegt þótti að setja slíkar reglur því ljóst var að verðsamkeppni var ekki nægileg á þessum markaði og verð fylgdu ekki almennum lækkunum á verðum farsímasímtala.  Reglurnar tóku gildi á Íslandi gegnum EES samninginn og náðu til þeirra símtala sem íslenskir farsímanotendur hringdu á meðan þeir voru staddir í Evrópulöndunum.

Talsverðan tíma tók að innleiða reglurnar hér á landi en það var gert haustið 2008 og giltu þær til sumarsins 2009. Reglur voru settar í annað sinn þá um sumarið og voru fljótlega innleiddar hér. Þær voru í gildi til 30. júní 2012.  Reglurnar eru settar til skamms tíma í hvert sinn og er síðan metið hvort samkeppni sé nægjanleg til að ekki þurfi að setja ný verðþök.  Farsímafyrirtæki um alla Evrópu hafa hins vegar haft verðlag sitt  alveg við hámarkið og því ekki keppt sín á milli í að bjóða hagstæð reikiverð.

 

Reglur ESB um verðþök á farsímanotkun sem einnig giltu á EES svæðinu öllu, 2009 – 30. júní 2012:

 Að hringja Að svaraSent SMSMóttaka SMS
Sumarið 2009 0,43 €/mín. 0,19 €/mín. 0,11 € frítt
Sumarið 2010 0,39 €/mín. 0,15 €/mín. 0,11 € frítt
Sumarið 2011 0,35 €/mín. 0,11 €/mín. 0,11 € frítt

Upphæðirnar voru reiknaðar yfir í íslenskar krónur samkvæmt gengi 1. júní hvers árs,  tóku gildi þann 1. júlí sama ár og giltu í eitt ár.  Hámarksverð var þannig fest í íslenskum krónum í eitt ár í senn.

 

Verðþök á farsímanotkun í Evrópu fyrir íslenska notendur frá 1. júlí 2011 – 30. júní 2012:

Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMS
72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 22,79 kr. frítt

 

Nýjar reglur innan ESB frá 1. júlí 2012 – Hafa ekki verið innleiddar á Íslandi
Þriðju reglurnar um reikiverð tóku gildi innan ESB nú í sumar. Þar kemur inn sú nýjung að verðþak er sett á gagnanotkun í farsíma eða með netlyklum. Þessar reglur bíða þess að verða innleiddar á Íslandi og því hafa ekki gilt reglur um hámarksverð á reikisímtölum hjá íslenskum símafyrirtækjum síðan 1. júlí í sumar.

 

Hámarksverð í evrum frá 1. júlí 2012:

Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn
0,29 /mín. 0,08 €/mín.

0,09 €/mín.

frítt 0,70 €/MB

Ef búið væri að innleiða reglurnar hér væru hámarksverð fyrir íslenska neytendur á ferð í Evrópu þessi:

Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn
60,90 kr. /mín. 16,80 kr. /mín.

18,90 kr. /mín.

frítt 147,02 kr./MB

 

Sum íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa lagað verðskrá sína að nýjum reglum
Þó þeim sé það ekki skylt hafa stærstu innlendu farsímafyrirtækin öll fylgt þessari lækkun hámarksverða en minni fyrirtækin hafa ekki gert það. Verðskrár íslenskra farsímafyrirtækja eru nú eftirfarandi:

 

 Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn
Síminn 59,90 kr. /mín.  16,90 kr. /mín. 18,90 kr. frítt  142,90 kr./MB
Vodafone 60,09 kr. /mín. 16,58 kr. /mín. 18,65 kr. frítt  105,52 kr./MB
Nova 58,08 kr. /mín. 16,13 kr. /mín. 17,74 kr. frítt  141,98 kr./MB
Tal 72,52 kr. /mín.  22,79 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. frítt 290,79 kr./MB
Alterna 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 21,74 kr. /mín. frítt 282,00 kr. /MB
Símafélagið 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 21,74 kr. /mín. frítt 282,00 kr. /MB
Hringdu 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 21,74 kr. /mín. frítt 282,00 kr. /MB

Af töflunni hér fyrir ofan sést að umtalsverður munur er á verði fyrir reikiþjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa gengið á undan með góðu fordæmi og lagað verðskrá sína að ESB reglunum, þ.e. Nova, Símanum og Vodafone.  Þrátt fyrir smávægileg frávik má segja að viðskiptavinir þeirra njóti sambærilegra kjara í notkun farsíma og 3G milli landa í Evrópu og þegnar landanna innan ESB.  Þegar reglurnar hafa verið innleiddar hér á landi í gegn um EES samninginn munu íslensku farsímafyrirtækin þurfa að stilla verðskrár sínar að fullu til samræmis við reglurnar.  Í innanríkisráðuneytinu hefur reglugerð vegna þessa verið undirbúin en bíður þess að innleiðingarferlinu á EES svæðinu ljúki.

 

 

 

Til baka