Hoppa yfir valmynd

Evrópufundur um fjarskipti í Reykjavík 20-24 júní.

Tungumál EN
Heim

Evrópufundur um fjarskipti í Reykjavík 20-24 júní.

16. júní 2005

Evrópska samstarfsnefndin um fjarskipti (European Communications Committe) fundar á Hótel Nordica dagana 20-24 júní. Fulltrúar 40  ríkja og hagsmunahópa sitja fundinn og hafa meira en  80 manns skráð þátttöku.

Eitt meginverkefni fundarins er að samræma notkun tíðnisviða í Evrópu og setja reglur sem tryggja einn innri markað í Evrópu, bæði fyrir fjarskiptatæki og þjónustu.
Meðal mála sem rædd verða á fundinum eru samræmdar reglur um notkun GSM-síma um borð í flugvélum og skipum, notkun FM útvarpstíðna fyrir ýmsan lágaflsbúnað, háhraða þráðlaus aðgangskerfi (WiMAX) og notkun 5 GHz tíðnisviðsins í Evrópu. Niðurstöður vinnuhópa á hinum ýmsu sviðum verða kynntar og ræddar og þess freistað að ná sem víðtækustu samkomulagi um niðurstöður.

46 ríki eiga aðild að samstarfsvettvangi evrópskra stjórnvalda á sviði fjarskipta og einskorðast hann ekki við Evrópusambandsríki og þau ríki sem eiga aðild að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. 

Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Ólafsson forstöðumaður tæknisviðs hjá Póst- og fjarskiptastofnun í síma 510-1524

Fréttatilkynning 16. júní 2005

Til baka