Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum

22. ágúst 2012

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að greiningu á heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Greiningin byggir á ákvörðun nr. 3/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7), sem birt var þann 13. janúar sl.

Samkvæmt ákvörðuninni skal jafna og lækka hámarks lúkningarverð, þ.e. það verð sem farsímafyrirtæki tekur fyrir að ljúka símtali í sínu kerfi sem hefst í öðru kerfi. PFS skal framkvæma árlegan verðsamanburð með ákvörðun eigi síðar en 1. nóvember n.k., að undangengnu innanlandssamráði og samráði við ESA. Niðurstaðan skal byggjast á meðalverði þeirra EES-ríkja sem beita aðferðarfræði við kostnaðargreiningu, sem nánar er lýst í frumdrögunum.

Niðurstaða frumgreiningar PFS sem hér er lögð fram til samráðs er að frá og með 1. janúar 2013 til og með 31. desember 2013 skuli lúkningargjaldið vera 1,66 kr./mín. hjá öllum íslenskum farsímarekendum, þ.e. Símanum, Vodafone, Nova, IMC/Alterna og Tali. Framangreint byggist á því að innleiðing hreinna (pure) LRIC kostnaðarlíkana í samræmi við tilmæli ESB og ESA hafa leitt til verulegra lækkana á lúkningarverðum meðal ríkja á EES-svæðinu að undanförnu.

Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 7. september n.k.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Sjá samráðsskjal:
Frumdrög - Heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (Markaður 7) (PDF)

Sjá einnig:

 

 

Til baka