Hoppa yfir valmynd

Kristján L. Möller samgönguráðherra í heimsókn hjá PFS

Tungumál EN
Heim

Kristján L. Möller samgönguráðherra í heimsókn hjá PFS

11. júní 2007

Föstudaginn 8. júní sl. kom nýr samgönguráðherra, Kristján L. Möller, ásamt fríðu föruneyti í heimsókn til Póst- og fjarskiptastofnunar .  Tilgangur heimsóknar ráðherrans var að kynna sér starfsemi og aðstæður stofnunarinnar og starfsfólks hennar.  Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS kynnti starfsemina fyrir ráðherra og fylgdarliði hans, en síðan gekk Kristján um og ræddi við starfsfólk um starfssvið hvers og eins.  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Geir Ragnarsson starfsmann ráðgjafadeildar kynna ráðherranum starfsemi og verkefni Fjarskiptasjóðs. Einnig eru á myndinni Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu.

Til baka