Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun varðandi viðmiðunartilboð Mílu fyrir hýsingu

Tungumál EN
Heim
13. október 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 27/2011 um viðmiðunartilboð Mílu um hýsingu.
Með viðmiðunartilboðinu er horft heildstætt á aðstöðuleigu fyrirtækisins en ekki einstakar tegundir þjónustu eða einstaka markaði. Um er að ræða aðstöðuleigu sem spannar heimtaugarmarkað (Markaður 11) og leigulínumarkað (Markaður 13 og Markaður 14)

Í ákvörðun PFS er lögð til grundvallar sú flokkun á hýsingarstöðum sem fram kom í ákvörðun PFS nr. 41/2010 varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu), þ.e. hýsingarstöðum er skipt niður eftir staðsetningu þeirra. Einnig voru samþykktir skilmálar Mílu um afsláttarkjör sem og lengd uppsagnarfrestar, en í samráðsferli PFS voru gerðar athugasemdir við umrædda skilmála.

Sjá ákvörðunina í heild:

Ákvörðun PFS nr. 27/2011 um viðmiðunartilboð Mílu fyrir hýsingu (PDF)

 

 

Til baka