Hoppa yfir valmynd

Samráð um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang framlengt

Túngumál EN
Heim

Samráð um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang framlengt

24. september 2007

Þann 21. ágúst s.l. sendi PFS hagsmunaaðilum frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang (markaður 12) til umsagnar. Frestur til að skila athugasemdum var veittur til 24. september.

PFS mun endurskoða markaðsgreininguna með hliðsjón af þeim athugasemdum sem berast áður en greiningin er send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til samráðs. Að teknu tilliti til umsagnar ESA verður ákvörðun stofnunarinnar birt hlutaðeigandi fyrirtækjum.

PFS hefur ákveðið að verða við óskum hagsmunaaðila og framlengja ofangreindan umsagnarfrest til föstudagsins 5. október n.k. Ekki verður unnt að veita frekari fresti.

Til baka