Hoppa yfir valmynd

Örugg netnotkun: Málþing á vegum SAFT í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins 9. febrúar 2010

Tungumál EN
Heim
8. febrúar 2010

HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR er yfirskrift málþings sem SAFT verkefnið um örugga netnotkun barna og unglinga stendur fyrir í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins á morgun, 9. febrúar 2010.
Málþingið verður öllum opið og verður haldið í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30.

Fundarstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson.

Dagskrá

 • Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið
 • Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone: „Ringulreiðarmálið” - Myndbirtingar barna og unglinga á netinu. Hvað segja netþjónustuaðilar?
 • Einar Norðfjörð og Anna Kristína Lobers, ungmennaráði SAFT: Reynsluheimur unga fólksins: Vinasöfnun og myndbirtingar á félagsnetsíðum
 • Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi: Friðhelgi á jaðri netsins
 • Jónas Kristjánsson, ritstjóri: Þolmörkin færðust til
 • Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Netsiðferði - Persónuvernd og pólitískur áróður
 • Sólveig Jakobsdóttir, Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Félagsnet í fræðilegu samhengi: Rafræn tengsl og persónusköpun ungs fólks á netinu
 • Sigríður J. Hjaltested, aðstoðarsaksóknari, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu:  Rannsókn mála tengd netinu
 • Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, og Emil Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nýherja, veita verðlaun í nemendasamkeppni um gerð jafningjafræðsluefnis um jákvæða og örugga netnotkun
 • Pallborðsumræður
 • Veitingar

Málþingið verður sent beint út á netinu.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT (www.saft.is).

 

Til baka