Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

PFS hyggst úthluta RÚV tíðniheimild til stafrænna sjónvarpssendinga

13. apríl 2012

Þann 2. mars s.l. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs við hagsmunaaðila á fjarskipta- og sjónvarpsmarkaði um fyrirhugaða úthlutun stofnunarinnar á tíðniheimild til Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) til stafrænna sjónvarpssendinga. Annars vegar væri um að ræða úthlutun á einni rás (8 MHz) á UHF tíðnisviðinu fyrir höfuðborgarsvæðið og hins vegar annarri rás á (8 MHz) á VHF tíðnisviðinu til útsendinga í dreifbýlinu. Var samráðið opið öllum hagsmunaðilum og þeim boðið að tjá sig um fyrirhugaða ákvörðun, svo og almennt um skipulag PFS á umræddum tíðnisviðum til nánustu framtíðar.

Athugasemdir bárust frá Fjarskiptum ehf. (Vodafone). Í meðfylgjandi skjali er að finna svör PFS við athugasemdum Vodafone og fyrirhugaða ákvörðun stofnunarinnar um að úthluta  RÚV tíðniheimild til stafrænna sjónvarpssendinga á UHF og VHF tíðnisviðunum, samkvæmt umsókn félagsins þar að lútandi.  Verða drög að tíðniheimild send RÚV til umsagnar á næstu dögum.   

Sjá nánar: Niðurstaða samráðs PFS um úthlutun tíðniheimildar til RÚV fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar (PDF)

 

 

Til baka