Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði vegna viðmiðunartilboðs Mílu fyrir hýsingu

Tungumál EN
Heim
2. mars 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kallar eftir samráði um nýtt viðmiðunartilboð Mílu um hýsingu.

Með ákvörðun PFS nr. 41/2010 samþykkti PFS endurskoðaða kostnaðargreiningu Mílu ehf. á aðstöðuleigu í húsum og möstrum, dags. 17. nóvember 2010.

Niðurstaða PFS var sú að verðskrá fyrir leigu á aðstöðu í húsum skuli hækka miðað við vegið meðaltal um 2,8% og verðskrá mastra um 12%. Núverandi afsláttarfyrirkomulag hýsingar Mílu verður lagt niður og þess í stað þess koma afsláttarflokkar sem byggja á samningslengd en ekki magni. Nýir afslættir verða 5%, 10% eða 15% miðað við að lengd samnings.

Hin nýja verðskrá og afsláttarfyrirkomulag Mílu skyldi ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi 1. mars 2011, enda tilkynnti félagið leigutökum um verðskrárbreytinguna með a.m.k. 30 daga fyrirvara. Með bréfi Mílu til leigutaka, dags. 28. febrúar 2011, tilkynnti Míla að hin nýja verðskrá myndi taka gildi 1. apríl 2011.

Í ákvörðunarorðum var tiltekið að hin nýja verðskrá og afsláttarfyrirkomulag Mílu skyldi verða hluti af nýju viðmiðunartilboði Mílu fyrir aðstöðuleigu þegar PFS hafði samþykkt viðmiðunartilboðið. Að öðrum kosti frestist gildistaka viðmiðunartilboðsins þar til stofnunin hafi samþykkt viðmiðunartilboðið.

PFS lítur svo á að hin nýja verðskrá sem Míla hefur nú tilkynnt leigutökum og byggir á niðurstöðu PFS, sbr. ákvörðun stofnunarinnar nr. 41/2010 skuli taka gildi þann 1. apríl n.k. Sá fyrirvari er þó gerður af hálfu PFS að hugsanlegar athugasemdir við skilmála viðmiðunartilboðsins breyti ekki forsendum verðlagningarinnar.

Frestur til að senda inn umsagnir og athugasemdir vegna viðmiðunartilboðsins er til 2. apríl n.k.

Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið fridrik(hjá)pfs.is.  Jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.

Sjá samráðsskjölin hér fyrir neðan:

Viðmiðunartilboð Mílu fyrir hýsingu (PDF)

Viðaukar við viðmiðunartilboð Mílu fyrir hýsingu (PDF)

Tilkynning Mílu um verðskrá (PDF)

 

Til baka