Hoppa yfir valmynd

Útboð á UHF rásum fyrir stafrænt sjónvarp

Túngumál EN
Heim

Útboð á UHF rásum fyrir stafrænt sjónvarp

10. febrúar 2005

Hjá Póst- og fjarskiptastofnun er nú á lokastigi undirbúningur undir útboð rása fyrir stafrænt sjónvarp á UHF tíðnisviðinu.
Í fyrsta áfanga verða boðnar í heild allt að 10 UHF rásir um allt land, þ.m.t. á Reykjavíkursvæðinu. Hverjum aðila verður þó aðeins heimilt að bjóða í tvær rásir. Gert er ráð fyrir að 5 sjónvarpsdagskrár rúmist á einni stafrænni UHF rás.

Hér er stuttur úrdráttur úr drögum að útboðslýsingu fyrir UHF tíðnirnar, þar sem fram koma meginatriði fyrirkomulags útboðsins. Vakin er sérstök athygli að kröfunni um útbreiðslu, en í útboðinu er gert ráð fyrir að innan tveggja ára skuli  stafræn sjónvarpsþjónusta á UHF tíðnisviði ná til a.m.k. 98% heimila landsmanna.

Hagsmunaaðilum er hér með boðið að koma að athugasemdum sínum varðandi fyrirhugað útboð og skulu þær berast PFS fyrir 25. febrúar 2005 kl 16:00

Til baka