Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun um breytingar á skilmálum Íslandspósts vegna dreifingar á pósti frá stórnotendum

Tungumál EN
Heim
7. júní 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 16/2011 um viðskiptaskilmála Íslandspósts vegna breytinga á dreifikerfi fyrirtækisins.

Með úrskurði Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 10/2010, dags. 13. apríl 2011 ógilti nefndin ákvörðun PFS nr. 36/2010, um breytingar á skilmálum Íslandspósts vegna dreifingar á pósti frá stórnotendum, m.a. með þeim rökum að á meðan ekki lægi fyrir hvort og þá hvaða kostnaðarlegt hagræði hlytist af hinum nýju skilmálum væri ekki séð að rök stæðu til þess að heimila umrædda skilmálabreytingu. Með bréfi, dags. 3. maí sl. barst PFS nýtt erindi frá Íslandspósti þar sem rakið var kostnaðarlegt hagræði af innleiðingu hins nýja dreifikerfis og viðeigandi gögn lögð fram því til stuðnings. PFS hefur nú yfirfarið umrædd gögn og það hagræði sem felst í hinu nýja dreifikerfi. Með ákvörðun PFS eru hins vegar gerðar breytingar á þeim skilmálum sem Íslandspóstur hafði birt m.a. á þann veg að 85% af pósti frá frá svokölluðum stórnotendum skal borinn út á 2 og 3 degi eftir móttökudegi.

Nánari rökstuðning er að finna í ákvörðuninni sjálfri sem má nálgast hér fyrir neðan.

Ákvörðun PFS nr. 16/2011 – Um viðskiptaskilmála Íslandspósts vegna breytinga á dreifikerfi fyrirtækisins

Til baka