Hoppa yfir valmynd

Framlenging á skyldum fjarskiptafyrirtækja vegna alþjónustu

Tungumál EN
Heim

Framlenging á skyldum fjarskiptafyrirtækja vegna alþjónustu

17. nóvember 2010

Póst- og fjarskiptastofnun hefur framlengt gildistíma alþjónustuskyldna sem lagðar voru á Mílu ehf. og Símann hf. með ákvörðun PFS nr. 25/2007.
Upprunalega útnefningin er til 31. desember 2010, með sérstöku heimildarákvæði PFS um framlengingu í eitt ár.

Tímabil útnefningarinnar tók mið af því Evrópusambandið áætlaði að endurskoða þær alþjónustuskyldur sem í gildi voru innan sambandsins á vormánuðum ársins 2008. Þeirri vinnu lauk hins vegar ekki fyrr en með samþykkt tilskipunnar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/136/EB um breytingu á tilskipun frá árinu 2002 um alþjónustu og réttindi notenda. Breytingin hefur ekki enn verið innleidd hér á landi. Vegna þessa ákvað PFS að nýta sér heimild til að framlengja núverandi skyldur um eitt ár eða til 31. desember 2011.

 

Til baka