Hoppa yfir valmynd

Númeraflutningur mögulegur í farsímakerfum

Tungumál EN
Heim

Númeraflutningur mögulegur í farsímakerfum

30. september 2004

Frá og með 1. október 2004 verður mögulegt fyrir GSM farsímanotendur að skipta um farsímafyrirtæki og halda óbreyttu GSM símanúmeri. Breytingin nær bæði til þeirra sem hafa fyrirfram og eftirágreidda þjónustu.

Til þess að skipta um farsímafyrirtæki þurfa notendur að hafa samband við það fyrirtæki sem þeir óska að eiga viðskipti við og gera samning með skriflegum eða rafrænum hætti. Viðkomandi fyrirtæki mun síðan sjá um að númerið verði flutt.

Það er von Póst- og fjarskiptastofnunar að möguleikinn á að flytja GSM farsímanúmer á milli farsímafyrirtækja muni efla samkeppni á farsímamarkaði sem er neytendum til góða.

Til baka