Hoppa yfir valmynd

Farsímaþjónusta næstdýrust hér á landi í norrænum samanburði

Tungumál EN
Heim

Farsímaþjónusta næstdýrust hér á landi í norrænum samanburði

22. júní 2005

Nokkur munur er á verði á farsímaþjónustu á Norðurlöndum. Samkvæmt könnun sem breska greiningarfyrirtækið Teligen gerði í maí á þessu ári er dýrast að nota farsíma í Noregi, en næstdýrast hér á landi. Finnland er í þriðja sæti, Svíþjóð í því fjórða og ódýrast er að nota farsíma í Danmörku. Miðað var við meðalnotkun þeirra sem voru með eftirágreiddar áskriftir og fyrirframgreidd kort. Könnunin sýndi jafnframt að árlegur kostnaður fyrir meðalnotkun á heimilissíma var lægstur hér á landi borið saman við OECD-lönd - og árlegur kostnaður fyrirtækja af notkun fastlínusíma sá næstlægsti. 
 Sjá niðurstöður könnunar Teligen frá því í maí 2005. (pdf-snið 116 KB)

Könnun frá finnska samgönguráðuneytinu sem sænska viðskiptablaðið Dagens Industri greindi frá 21. júní 2005 sýnir svipaðar niðurstöður. Kannaður var kostnaður við að hringja úr farsíma í 18 Evrópulöndum. Miðað var við að einstaklingur með farsímaáskrift, talaði í 150 mínútur og sendi 25 SMS-skeyti á mánuði. Samkvæmt könnuninni kostar þetta 354 sænskar krónur í Noregi eða 3064 íslenskar krónur, 304 sænskar krónur á Íslandi eða 2630 íslenskar krónur, 282 sænskar krónur í Svíþjóð, 235 krónur í Danmörku og 184 krónur í Finnlandi. Bæði Ísland og Noregur eru þó undir meðaltali í Evrópu.
Dýrast er að hringja úr farsíma í Sviss, en þar er sambærilegur kostnaður 523 sænskar krónur eða jafnvirði 4527 íslenskra króna.

Sjá gjaldskrár ísl. fjarskiptafyrirtækjanna og nýjustu símakönnun IMG-Gallup 

 

Til baka