Hoppa yfir valmynd

Laust starf lögfræðings hjá PFS

Tungumál EN
Heim
12. ágúst 2011

Hjá Póst- og fjarskiptastofnun er laus til umsóknar staða lögfræðings.  Lögfræðideild PFS ber ábyrgð á vinnslu stjórnsýslumála, lausn ágreiningsmála, álagningu og eftirfylgni kvaða sem leiða af ákvæðum fjarskipta- og póstlaga, auk þess sem hún veitir ráðgjöf um löggjöf og reglusetningu á fyrrnefndum réttarsviðum.

Starfssvið
Starf lögfræðings er m.a. fólgið í samningu álitsgerða og stjórnsýsluákvarðana, lögfræðilegri ráðgjöf, samskiptum við póst- og fjarskiptafyrirtæki og undirbúningi stjórnsýslureglna. 
 
Menntun og reynsla 
Embættispróf, ML í lögfræði eða sambærilegt próf.  Þekking og starfsreynsla á sviði fjarskiptaréttar, stjórnsýsluréttar eða samkeppnisréttar er æskileg.

Almennar hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á og færni til að rita vandaðan texta á íslensku og ensku.  Gerð er krafa um öguð og skipulögð vinnubrögð auk ríkulegrar samskiptafærni.  Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í samskiptum við markaðsaðila á póst- og fjarskiptamarkaði.
Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á lögfræðilega getu og kunnáttu.  Starfið býður upp á möguleika á þátttöku í samstarfi við alþjóðasamtök og erlendar systurstofnanir í aðildarlöndum EES.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk.

Sjá nánar

 

 

Til baka