Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði: Umsókn iCell ehf. um tíðni á 3,5 GHz tíðnisviðinu vegna reksturs háhraða aðgangsnets

27. apríl 2012

iCell ehf. (iCell) hefur sótt um tíðniheimild (2x14 MHz) vegna reksturs háhraða aðgangsnets á 3,5 GHz (3400 – 3600 MHz) tíðnisviðinu . Í umsókninni er óskað eftir að tíðniheimildin nái til alls landsins.  Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur áður úthlutað iCell tíðniheimild á sama tíðnisviði sem einskorðuð er við Suðurland.

Átta tíðniheimildum var úthlutað á 3,5 GHz tíðnisviðinu að undangengnu útboði árið 2006 og voru flestar á landsvísu. Athyglisvert er að af þessum átta aðilum eru aðeins tveir eftir sem ekki hafa skilað inn sínum heimildum Þannig hefur öllum landsdekkandi heimildum verið skilað inn.

Þeir sem í dag hafa tíðniheimildir á 3,5 GHz tíðnisviðinu eru Ábótinn ehf., Gagnaveita Suðurlands ehf., Hringiðan ehf., Magnavík ehf., Martölvan ehf. og Síminn hf. Í öllum tilvikum er um að ræða 2x14 MHz staðbundnar tíðniheimildir.

Ljóst er af framansögðu að ekki hefur verið mikil eftirspurn eða notkun á þessu tíðnisviði og það mikið tíðnisvið er laust að hægt væri að veita öllum þeim aðilum sem í dag hafa heimild á tíðnisviðinu landsdekkandi heimildir ef eftir því væri óskað, eða veita staðbundnar heimildir til fjölda nýrra aðila.

Samkvæmt framangreindu telur PFS því að 2. mgr. 11 gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 svo og 2. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1047/2011 um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum eigi við um þá umsókn sem hér um ræðir. Engu að síður telur PFS rétt og eðlilegt að viðhafa samráð við markaðsaðila um þá fyrirhuguðu ákvörðun að úthluta iCell umbeðnum tíðnum.
Þá hefur PFS kallað eftir uppbyggingaráætlun iCell í framhaldi umsóknarinnar.

Frestur til að skila inn umsögnum er til kl. 12 föstudaginn 11. maí 2012.

Umsagnir berist til Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík eða á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar PFS.

 

 

Til baka