Hoppa yfir valmynd

Ný reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja

Tungumál EN
Heim
22. júní 2011

Ný reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja,  hefur verið birt í Stjórnartíðindum. 

Tilgangur bókhaldslegs og fjárhagslegs aðskilnaðar er að gera aðgengilegar upplýsingar sem eru betur sundurliðaðar en upplýsingar í almennum ársreikningum, að sýna afkomu einstakra rekstrareininga eins og þær væru reknar sem sérstök fyrirtæki, að koma í veg fyrir að fyrirtæki mismuni samkeppnisaðilum og að koma í veg fyrir óréttmætar niðurgreiðslur á milli rekstrareininga.

Tilgangur með kostnaðarbókhaldi er að tryggja að sanngjörnum, hlutlægum og gagn­sæum viðmiðum sé fylgt við útdeilingu kostnaðar á einstakar þjónustutegundir þegar kvaðir um eftirlit með gjaldskrá hafa verið lagðar á fyrirtæki.

Sjá nánar á vef Stjórnartíðinda:
Reglugerð nr. 564/2011 um um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja

 

 

Til baka