Hoppa yfir valmynd

Númeraflutningur í farsímakerfum

Tungumál EN
Heim

Númeraflutningur í farsímakerfum

17. maí 2004

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að frá og með 1. október næstkomandi geti notendur skipt um þjónustuveitanda í farsímaþjónustu án þess að þurfa að skipta um númer eins og verið hefur hingað til.

Sú takmörkun að þurfa að fá nýtt  númer þegar skipt er um þjónustuveitanda er samkeppnishindrun auk þess sem breytingar á númeri fylgir oft kostnaður sérstaklega hjá fyrirtækjum. Í þeim löndum þar sem opnað hefur verið fyrir þennan möguleika hefur samkeppni aukist í kjölfarið og má búast við svipuðum viðbrögðum hér á landi.

Númeraflutningur í fastanetsþjónustu hefur verið mögulegur frá september 2000 og geta notendur flutt númer sín með sér bæði þegar skipt eru um þjónustuveitanda og ef notendur flytja aðsetur sitt á milli svæða eða landshluta.

Til baka