Hoppa yfir valmynd

112 dagurinn í dag

Tungumál EN
Heim
11. febrúar 2011

112 dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2005 og ber hann ávallt upp á 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi hinna fjölmörgu neyðarþjónustuaðila sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig þjónustan nýtist almenningi.

Kl. 14 í dag verður haldin dagskrá í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í tilefni dagsins. Þar verða kynntar niðurstöður fundar sem haldinn var í gær, 10. febrúar, þar sem aðilar sem koma að öryggis- og neyðarþjónustu á Íslandi komu saman til að ræða ramtíðarskipan öryggis- og neyðarþjónustu og hvernig þjónustan verði best sniðin að þörfum almennings. Á dagskránni í dag munu innanríkisráðherra og velferðarráðherra taka þátt í kynningu á niðurstöðum fundarins.

Auk þess verður á dagskránni útnefning skyndihjálparmanns Rauða krossins, veiting verðlauna fyrir þátttöku í Eldvarnagetrauninni 2010 og viðurkenning til handa neyðarverði 112 fyrir framúrskarandi frammistöðu í starfi á síðasta ári.

Sjá nánar á 112.is

 

Til baka