Hoppa yfir valmynd

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í tæknideild Póst- og fjarskiptastofnunar

Tungumál EN
Heim
3. mars 2011

Við leitum að öflugum sérfræðingi til liðs við tæknideild PFS.  Sérfræðingur vinnur með öflugu teymi starfsmanna deildarinnar sem vinna náið saman að net- og upplýsingaöryggi ásamt skipulagi tíðnimála, úthlutun tíðna og númera, eftirliti með ljósvakanum o.fl. 

Starfssvið
Eftirlit með reglum um net- og upplýsingaöryggi, skipulag tíðnimála, eftirlit með ljósvakanum ásamt stuðningi við störf annarra deilda.  Þátttaka í innleiðingu gæðaferla tæknideildar er einnig mikilvægur  þáttur í starfinu.

Menntunar og hæfniskröfur
Háskólapróf í verk – eða tæknifræði eða sambærileg menntun. Framhaldsnám eða starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur.

Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku, búa yfir ríkulegri samskiptafærni ásamt öguðum og skipulögðum vinnubrögðum.  Viðkomandi þurfa jafnframt að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og búa yfir  sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er í samstarfi við fjarskiptafélög á Íslandi. 

Um er að ræða krefjandi starf í síbreytilegu og spennandi umhverfi þar sem gerðar eru miklar fagkröfur.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars n.k.  Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt viðeigandi prófgögnum í viðhengi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar, í síma 510 1505, thorleifur@pfs.is

Sækja um

Til baka