Hoppa yfir valmynd

Netöryggi.is - aðgengilegur fróðleikur um öryggi og varnir í netnotkun

Tungumál EN
Heim
19. desember 2011

Í Fréttablaðinu og á Vísi.is um helgina er sagt frá hollenskri rannsókn sem sýnir að hátt hlutfall tölva á Íslandi og í öðrum löndum sé smitað af spilliforritum sem gera tölvuþrjótum kleift að taka tölvurnar yfir og nota þær til tölvuárása eða stela upplýsingum úr tölvunum sjálfum. 

Í þessu sambandi vill PFS benda á vefinn Netöryggi.is þar sem er að finna aðgengilegan fróðleik um ógnir á netinu og varnir gegn þeim. M.a. er fjallað um ýmsar tegundir spilliforrita og góð ráð til að verjast þeim.

Á Netöryggi.is er líka að finna myndbönd sem sýna hætturnar og varnir gegn þeim.

Á vefnum er einnig listi yfir 10 góð ráð sem allir netnotendur ættu að tileinka sér til að auka öryggi sitt á netinu og verja tölvur sínar fyrir óværu.

 

 

 

 

Til baka