Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála fellir úr gildi tvær ákvarðanir PFS varðandi póstþjónustu á Vestfjörðum

Tungumál EN
Heim
9. mars 2011

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi tvær ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar er varða breytingu á póstþjónustu tveggja bæja á Vestfjörðum. Annars vegar ákvörðun 32/2010 er varðar breytingu á póstþjónustu við bæinn Breiðavík og hins vegar ákvörðun 31/2010 um breytingu á póstþjónustu við bæinn Láganúp.

Ákvarðanirnar voru ógiltar á þeirri forsendu að Íslandpóstur hefði ekki reynt að ná samkomulagi við ábúendur um staðsetningu bréfakassa með fullnægjandi hætti eins og áskilið er í reglugerð nr. 364/2003 um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Úrskurðanefndin tók ekki efnislega afstöðu til niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar en beindi því til Íslandspósts að leitast við að ná samkomulagi við notendur póstþjónustu á bæjunum.

Sjá úrskurði úrskurðarnefndar:

Mál nr. 8/2010 - varðandi póstþjónustu við Breiðavík (PDF)

Mál nr. 9/2010 - varðandi póstþjónustu við Láganúp (PDF)

 

 

Til baka