Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS vegna kvörtunar um samstarf Já við Borgarleikhúsið í tengslum við útgáfu símaskrár.

Túngumál EN
Heim

Ákvörðun PFS vegna kvörtunar um samstarf Já við Borgarleikhúsið í tengslum við útgáfu símaskrár.

11. apríl 2012

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 10/2012 vegna kvörtunar um útgáfu símaskrár. Þjóðleikhúsið lagði fram kvörtunina og laut hún að þeirri ákvörðun Já upplýsingaveitna ehf. (Já) að fela Leikfélagi Reykjavíkur (Borgarleikhúsinu) efnistök í símaskrá og vinnu við myndskreytingar ásamt því að vera nefnt sem samstarfsaðili um útgáfu símaskrár. Taldi Þjóðleikhúsið m.a. markaðslegt ranglæti felast í að Borgarleikhúsinu væri veittur þessi aðgangur að símaskránni og eðlilegt væri að tekið yrði til skoðunar hvort regluverk og lög stæðust í öllum tilfellum. T.d. vildi kvartandi fá skorið úr um hvort Já geti talist fjarskiptafyrirtæki í skilningi laga nr. 81/2003 um fjarskipti og falli undir skilgreiningu þeirra um að teljast fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk.  Í kvörtuninni var þess krafist að umrætt samkomulag milli Já og Borgarleikhússins yrði afturkallað.

Í ákvörðun sinni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að Já teljist vera fjarskiptafyrirtæki í skilningi laga um fjarskipti nr. 81/2003 og hafnar kröfu Þjóðleikhússins um ógildingu og afturköllun á ákvörðun PFS nr. 22/2011 um útnefningu Já upplýsingaveitna með alþjónustuskyldur. Ennfremur vísar PFS frá kröfu Þjóðleikhússins um að ógilda samkomulag milli Já og Borgarleikhússins í tengslum við útgáfu símaskrár. 

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 10/2012 vegna kvörtunar um útgáfu símaskrár(PDF)

 

Til baka