Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir talsímanet

Tungumál EN
Heim
10. júní 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 15/2011 varðandi kostnaðargreiningu á heildsöluverðum Símans hf. fyrir upphaf, lúkningu og flutning símtala í föstu almennu talsímaneti (markaðir 8-10).

Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans hækka upphafs- og lúkningarverð um rúmlega 46% og umflutningsgjöld lækka um rúmlega 14%. Miðað er við mínútuverð m.v. þriggja mínútna símtal. Vodafone er heimilt að hækka lúkningarverði sín í samræmi við heimild Símans, sbr. tl. 5.4 í ákvörðun PFS nr. 29/2008.

Samkvæmt ákvörðuninni skal afnema skipting mínútuverða í dagtaxta annars vegar og kvöld-, nætur- og helgartaxta (KNH) hins vegar. Þess í stað komi eitt mínútuverð.

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 15/2011 varðandi kostnaðargreiningu á heildsöluverðum Símans hf. fyrir upphaf, lúkningu og flutning símtala í föstu almennu talsímaneti (Markaðir 8 - 10) (PDF)

 

Til baka