Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun flytur í nýtt húsnæði.

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun flytur í nýtt húsnæði.

15. júní 2004

Póst- og fjarskiptastofnun flytur í nýtt húsnæði

Miðvikudaginn 16. júní flytur Póst- og fjarskiptastofnun í nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut 4 á 2. hæð.  Stofnunin hefur verið til húsa að Smiðjuvegi 68-70 frá stofnun árið 1997.

Nýja húsnæðið hentar betur starfsemi stofnunarinnar auk þess sem stofnunin er nú staðsett nær þeim aðilum sem hún á hvað mest samskipti auk þess sem aðkoma mun batna til muna m.a. fyrir fatlaða.
Að öðru leyti verða ekki breytingar á starfsemi Póst- og fjarskiptastofnunar.

Meðfylgjandi er mynd af Hrafnkeli V. Gíslasyni forstjóra stofnunarinnar og  Bjarna Pálssyni forstjóra Keflavíkurverktaka við undirritun á leigusamningi vegna Suðurlandsbrautar 4.


 

Til baka