Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS um endurákvörðun rekstrargjalds RÚV ohf.

Tungumál EN
Heim
25. febrúar 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 4/2011 um endurákvörðun rekstrargjalds Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) vegna rekstraráranna 2008 og 2009.
Málið varðaði ágreining um það hvort rekstrartekjur RÚV af aðstöðuleigu (hýsingu) í tengslum við útvarpsdreifikerfi fyrirtækisins sem notað er til sjónvarps- og hljóðvarpsútsendinga tilheyrði fjarskiptastarfsemi þess í skilningi fjarskiptalaga nr. 81/2003 og myndaði þannig stofn til rekstrargjalds í samræmi við ákvæði 4. mgr. 14. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun
PFS komst að þeirri niðurstöðu að svo væri og ákvarðaði rekstrargjald RÚV að nýju með stoð í 10. mgr. 14. gr. laga nr. 69/2003 fyrir rekstrarárin 2008 og 2009.

Ákvörðun PFS nr. 4/2011 varðandi endurákvörðun rekstrargjalds RÚV vegna rekstraráranna 2008 og 2009 (PDF)

 

Til baka