Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði: Tíðnistefna PFS og sérstakt umræðuskjal um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða

Tungumál EN
Heim
1. júlí 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú stefnu sína um stjórnun tíðnisviðsins fyrir árin 2011 – 2014 og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um skjalið.  Með því vill stofnunin hvetja til umræðu og skoðanaskipta um framtíð tíðnimála.

Sérstakt umræðuskjal er sett fram um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða sem er einnig fjallað um í tíðnistefnunni.

Óskar stofnunin eftir umsögnum hagsmunaaðila um bæði skjölin.

Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum er til kl. 12:00 föstudaginn 19. ágúst 2011.  Senda skal umsagnir í tölvupósti á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is.

Óskað er eftir að vísað verði til númers þeirra töluliða tíðnistefnunnar sem umsagnir eiga við um.

Stofnunin áskilur sér rétt til að birta efni innsendra umsagna, þó án þess að birta nöfn umsagnaraðila.

Sjá samráðsskjölin hér fyrir neðan:

 Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar PFS, netfang: thorleifur(hjá)pfs.is

 

 

Til baka