Hoppa yfir valmynd

Yfirlýsing um VoIP

Túngumál EN
Heim

Yfirlýsing um VoIP

28. febrúar 2005

Eftirlitsstofnanir á evrópska efnahagssvæðinu hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu eftirlitsstofnana að VoIP eða talsambandi yfir Internetið.

Í yfirlýsingunni kemur fram  að eftirlitsstofnanirnar fagna tilkomu þessarar nýju tækni. Þær ætla að sameinast í að vinna tækninni brautargengi á evrópska fjarskiptamarkaðinum og skapa umhverfi þar sem þjónustan getur blómstrað og jafnframt tryggja neytendum nægilega vernd.

ERG (European Regulatory Group) er nýstofnaður formlegur vettvangur eftirlitsstofnana þjóða Evrópusambandsins. Sérstakur vinnuhópur um málefni VoIP vann drög að þessari yfirlýsingu sem nú hefur verið gerð opinber.  Ársæll Baldursson hefur verið fulltrúi Póst og fjarskiptastofnunar í þeim vinnuhóp.

Sameiginleg yfirlýsing ERG um aðkomu eftirlitsstofnana að VoIP.  (pdf)

Til baka