Hoppa yfir valmynd

Fyrirhuguð birting á tölfræðiupplýsingum

Tungumál EN
Heim
18. júlí 2008

Í ágústmánuði hyggst Póst- og fjarskiptastofnun gefa út í annað sinn skýrslu um tölfræði á fjarskiptamarkaði hér á landi og verður hún unnin upp úr upplýsingum sem stofnunin safnar frá fjarskiptafyrirtækjum hér á landi. Birtar verða upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði fyrir árin 2005 til 2007. Markmiðið með skýrslunni er að bæta upplýsingagjöf og auka gegnsæi á þessum markaði.

Skýrslan sem Póst- og fjarskiptastofnun hyggst nú gefa út er sambærileg við skýrslu sem birt var í júní sl. en þó hefur verið bætt við upplýsingum sem felast aðallega í aukinni upplýsingagjöf á farsímaneti. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær töflur sem eru nýjar.

• Tafla 4        - Fjöldi mínútna á fastaneti
• Tafla 9        - Fjöldi farsíma viðskiptavina
• Tafla 12      - Fjöldi mínútna úr farsíma
• Tafla 14      - Fjöldi mínútna úr farsíma til fastanets
• Tafla 15      - Fjöldi mínútna úr farsíma í farsíma
• Tafla 16      - Fjöldi mínútna úr farsíma til útlanda
• Tafla 21      - Fjöldi xDSL áskrifenda eftir hraða tengingar

Upplýsingar í töflum nr. 4,12 og 21 eru ekki sundurliðaðar niður á fyrirtæki. Upplýsingar í töflum nr. 9,14,15 og 16 eru sundurliðaðar niður á fyrirtæki og sýna markaðshlutdeild.

Skýrslan mun verða birt á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar eftir 31. júlí nk., nema að fyrir þann tíma komi fram rökstuddar óskir um að tilteknar upplýsingar skuli njóta leyndar, með vísan til 2. mgr. 9. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun, sbr. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.

Til baka