Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptatækni vel nýtt á Íslandi

Túngumál EN
Heim

Fjarskiptatækni vel nýtt á Íslandi

15. mars 2005

Íslendingar eru í öðru sæti yfir þjóðir heims sem nýta vel nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) sem nær til 104 landa. Singapúr er í efsta sæti listans. Í fyrra voru Íslendingar í tíunda sæti listans, en hafa nú fært sig upp í annað sætið. Aðrar Norðurlandaþjóðir standa einnig vel að vígi. Finnar eru í þriðja sæti, Danir í því fjórða og Svíar í sjötta sæti. Skýrsluna Global Information Technology Report 2004-2005 má sækja á heimasíðu World Economic Forum 

Til baka