Hoppa yfir valmynd

Reglur um CE-merkingar á fjarskiptabúnaði að fullu innleiddar hér á landi

Túngumál EN
Heim

Reglur um CE-merkingar á fjarskiptabúnaði að fullu innleiddar hér á landi

21. febrúar 2007

Þann 24. janúar setti samgönguráðherra reglugerð nr. 90/2007, um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra. Reglugerðin öðlaðist gildi frá og með birtingu hennar 12. febrúar 2007. Þar með hefur svokölluð R&TTE tilskipun Evrópusambandins nr. 99/5/EB að fullu verið innleidd hér á landi.
Með gildistöku reglugerðarinnar er óheimilt er að setja á markað önnur fjarskiptatæki en þau sem bera CE-merkingu. Innflutningur til eigin nota fellur þar undir um leið og fjarskiptatæki kemur inn á Evrópska efnahagssvæðið. 

Öll fjarskiptatæki á Íslandi verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi.

Áður en fjárfest er í fjarskiptatækjum til notkunar hér á landi  skal því hafa eftirfarandi í huga:

  • Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt.  Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi.
    CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri.
  • Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt  á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum. 
  • Ofangreint á einnig við ef tækin eru keypt á Netinu. 
  • Athuga þarf hvort hvort afla þurfi tilskilinna leyfa til að nota tækið á Íslandi.

Reglugerð nr 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra.

Frekari upplýsingar um kaup á fjarskiptatækjum

Til baka