Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Tvær ákvarðanir PFS varðandi endurskoðaðar kostnaðargreiningar

10. janúar 2012

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt tvær ákvarðanir varðandi endurskoðaðar kostnaðargreiningar.

Með ákvörðun nr. 34/2011 samþykkti  Póst- og fjarskiptastofnun endurskoðaða kostnaðargreiningu Mílu ehf. á lúkningarhluta leigulína, dags. 28. nóvember 2011, með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni. Hin nýja verðskrá Mílu ehf. skal ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi þann 1. mars nk., enda tilkynni Míla ehf. leigutökum um verðskrárbreytingarnar með a.m.k. 60 daga fyrirvara.

Með ákvörðun nr. 35/2011 samþykkti Póst- og fjarskiptastofnun endurskoðaða kostnaðargreiningu Símans hf. á stofnlínuhluta leigulína og lúkningarhluta leigulína, dags. 20. október 2011, með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni. Hin nýja gjaldskrá Símans hf. skal ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi 1. mars 2012, enda tilkynni Síminn hf. leigutökum um verðskrárbreytingarnar með a.m.k. 60 daga fyrirvara.

Sjá ákvarðanirnar í heild:

Ákvörðun PFS nr 34/2011 varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á gjaldskrá fyrir lúkningarhluta leigulína  (PDF)

Ákvörðun nr. 35/2011 varðandi kostnaðargreiningu Símans hf. á gjaldskrám fyrir leigulínur (PDF)

 

 

Til baka