Hoppa yfir valmynd

Hópstjóri öryggis- og viðbragðsteymis vegna netöryggismála ráðinn til PFS

Tungumál EN
Heim
14. febrúar 2011

Stefán Snorri Stefánsson hópstjóri öryggis- og viðbragðsteymis vegna netöryggis hjá PFSPóst- og fjarskiptastofnun hefur gengið frá ráðningu í starf hópstjóra öryggis- og viðbragðsteymis vegna netöryggismála (CERT/CSIRT hópur), sem auglýst var til umsóknar í desember sl. Átta umsóknir bárust og var ákveðið að ráða Stefán Snorra Stefánsson til starfans. Stefán Snorri er tæknifræðingur að mennt og hefur starfað sem sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi hjá stofnuninni frá árinu 2006.

Hlutverk öryggis- og viðbragðsteymisins verður m.a. að samstilla aðgerðir og veita stuðning þegar að steðja öryggisógnir í fjarskipta- og upplýsinganetum, sem og stuðla að skjótri endurreisn kerfa  í kjölfarið, ef svo ber undir.  Hópnum verður ætlað að greina vandamál, veita ráðgjöf og mæla fyrir um úrbætur. Tilgangurinn með myndun hans er að koma í veg fyrir, eða minnka, margs konar óþægindi og tjón sem hlotist getur af netárásum eða öðrum öryggisatvikum.  Hópurinn mun hafa samvinnu við marga aðila innanlands og sambærilega hópa annarra landa. Hann verður tengiliður Íslands (PoC-point of contact) varðandi  öryggisatvik sem upp koma á Netinu og annað er snertir starfsemina.
Í framhaldi af ráðningu hópstjórans verður haldið áfram undirbúningi að myndun teymisins og fleiri starfsmenn ráðnir á árinu.

 

 

Til baka