Hoppa yfir valmynd

Nýjar reglur um notkun FM tíðna fyrir MP3 og iPod spilara

Tungumál EN
Heim

Nýjar reglur um notkun FM tíðna fyrir MP3 og iPod spilara

8. nóvember 2005

Evrópska samstarfsnefndin um fjarskipti (European Communications Committe, ECC) hefur samþykkt reglur um notkun FM-hljóðvarpstíðna (87,5-108 MHz) fyrir lágaflsbúnað, svo hlusta megi á tónlist og annað efni úr nýjum stafrænum spilurum s.s. iPod, í venjulegu FM-útvarpi. Samkomulag varð um að hámarks útsent afl yrði 50 nW e.r.p.

Framleiðendur geta nú loksins sett á markað löglegan CE-merktan búnað á EES-svæðinu. Eigendur iPod og MP3 spilara ættu þá jafnframt að geta notað FM útvarpstækin í stað höfuðheyrnartóls til þess að njóta tónlistar.

Sjá eldri frétt frá 16.8.2005.

Til baka