Hoppa yfir valmynd

Ákvarðanir PFS um breytingar á skilmálum viðmiðunartilboða Símans og Mílu á mörkuðum 7, 13 og 14

Tungumál EN
Heim
24. febrúar 2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvarðanir sínar  nr. 2/2011 og nr. 3/2011 um breytingar á skilmálum viðmiðunartilboðs Mílu og Símans á mörkuðum 7 (smásölumarkaður) og mörkuðum 13 og 14 (heildsölumarkaðir fyrir leigulínur).

Með ákvörðun PFS nr. 20/2007 var m.a. lögð á fyrirtækin kvöð um gagnsæi og að útbúa og birta opinberlega viðmiðunartilboð á viðkomandi mörkuðum.
Síminn birti viðmiðunartilboð sín þann 21. ágúst 2009 og Míla sína endanlegu útgáfu þann 5. nóvember 2009.
Með tilkynningu á heimasíðu PFS þann 6. nóvember 2009 voru viðmiðunartilboð Símans og Mílu sett í samráð við hagsmunaaðila.
Með hliðsjón af framkomnum athugasemdum var það niðurstaða PFS að óhjákvæmilegt væri að gera breytingar á einstaka ákvæðum viðmiðunartilboðsins. Þær breytingar sem voru gerðar má sjá í viðauka með ákvörðununum sem finna má aftast í skjölunum.
Síminn og Míla skulu  uppfæra viðmiðunartilboðið í samræmi við fyrirmæli PFS samkvæmt ákvörðuninni og birta það á vefsíðu sinni fyrir 1. mars. 2011.

Sjá nánar

Ákvörðun PFS nr. 2/2011 varðandi viðmiðunartilboð Mílu ehf. fyrir leigulínur, markaðir 13 og 14.

Ákvörðun PFS nr. 3/2011 um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð á leigulínum (markaður 7), á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 13) og á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14).

 

Til baka