Hoppa yfir valmynd

Merkingar bréfakassa - breytingum á útburðarreglum Íslandspósts frestað

Tungumál EN
Heim
18. maí 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur beint þeim tilmælum til Íslandspósts að fresta breytingum á útburðarreglum fyrirtækisins þess efnis að viðtakandi póstsendingar skuli vera merktur á póstkassa eða lúgu ella sé sending ekki afhent. Umrædd breyting átti að taka gildi 15. maí n.k. Fyrirtækið hefur orðið við þessum tilmælum.

Ástæða frestunarinnar er að nokkrar kvartanir hafa borist stofnuninni vegna fyrrnefndar kröfu Íslandspósts. Stofnunin mun á næstu vikum vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa og skera úr um lögmæti þess hvort að ein af forsendum fyrir bréfaútburði sé merking viðtakanda á bréfakassa.

 

 

Til baka