Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

PFS gefur út nýjar reglur um forval og fast forval í talsímanetum

16. ágúst 2010

Nýjar reglur Póst- og fjarskiptastofnunar um forval og fast forval í talsímanetum hafa tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 12. ágúst sl. Nýju reglurnar leysa af hólmi fyrri reglur frá árinu 2002.

Forval er möguleiki sem gerir notendum í talsímaþjónustu kleift að velja milli mis­munandi þjónustuveitenda fyrir ákveðin símtöl þrátt fyrir að þeir séu fast­tengdir talsímaneti tiltekins fjarskiptafyrirtækis.
Fast forval er möguleiki sem áskrifendum í talsímaþjónustu er boðinn og gefur þeim kost á að velja að ákveðnum flokkum símtala sé beint til ákveðins þjónustuveitanda, sem valinn er fyrirfram, án þess að nota þurfi forskeyti viðkom­andi þjónustuveitanda.­

Reglur nr 655/2010 um forval og fast forval í talsímanetum

 

Til baka