Hoppa yfir valmynd
Túngumál EN
Heim

Laus störf

Sérfræðingur í netöryggissveit PFS - CERT-ÍS

Póst-og fjarskiptastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í netöryggissveit PFS. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum.

Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd mál. Hjá PFS starfa 29 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, viðskiptalegra og lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 •  Meðhöndlun öryggisatvika og greining veikleika í tölvu- og netkerfum
 • Upplýsingaskipti við þjónustuhóp og aðra ytri aðila
 • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um öryggi Internetsins
 • Ráðgjöf og upplýsingar varðandi öryggismál á netinu
 • Aðstoð við uppbyggingu þekkingar í meðhöndlun öryggisatvika hjá innlendum netöryggishópum

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða haldgóða reynslu á sviði netöryggis
 • Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði hugbúnaðargerðar og/eða öryggisgreininga er æskileg
 • Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi
 • Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð
 • Búa yfir skilningi á internettækni ásamt færni til að meta upplýsingar um áhættu og áhrif
 • Geta til að miðla tæknilegum upplýsingum til annarra
 • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og í rituðu máli, er áskilin
 • Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi og hafa tamið sér skipulag í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á Starfatorgi.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra.
Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.06.2020
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Jónasson - thorleifur@pfs.is - 5101500

 

Sérfræðingur við samhæfingu og eftirlit á öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða

Póst-og fjarskiptastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings við samhæfingu og eftirlit á öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með net- og upplýsingaöryggi fjarskiptafyrirtækja, stafrænna grunnvirkja og veitenda stafrænnar þjónustu í samræmi við fjarskiptalög og ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (NIS-laga). Þá gegnir stofnunin ráðgefandi samhæfingarhlutverki gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í því skyni að stuðla að samræmdri framkvæmd eftirlits.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í uppbyggingu á samhæfingarhlutverki PFS og samvinna við önnur eftirlitsstjórnvöld
 • Uppbygging á aðferðarfræði eftirlits og gerð almennra tilmæla
 • Framkvæmd úttekta og prófana á grundvelli fjarskiptalaga og NIS-laga
 • Rannsókn á alvarlegum atvikum sem verða í net- og upplýsingakerfum eftirlitsskyldra aðila

Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða sambærilegu
 • Reynsla af gæða- og öryggismálum net- og upplýsingakerfa, þ.m.t. framkvæmd prófana og/eða úttekta m.a. á grundvelli staðla, er kostur
 • Þekking á stafrænum innviðum og stafrænni þjónustustarfsemi er kostur
 • Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi
 • Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi og hafa tamið sér skipulag í vinnubrögðum
 • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og í rituðu máli, er áskilin

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á Starfatorgi.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra.
Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.06.2020
Nánari upplýsingar veitir Björn Geirsson - bjorn@pfs.is - 5101500

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?