Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Aðgangsstefna

Póst- og fjarskiptastofnun hefur mótað eftirfarandi aðgangsstefnu en hún er ætluð til að styðja við öryggisstefnu stofnunarinnar. Aðgangsstefnunni er ætlað að tryggja rétt verklag við umsókn, samþykkt og úthlutun aðgangs að lykil upplýsingakerfum stofnunarinnar.  

Það er stefna Póst- og fjarskiptastofnunar:  

  • Að fylgja verklagsreglu VKL-A0921-001 Stjórnun aðgangs þegar sótt er um aðgang, aðgangur er veittur og við afturköllun / lokun aðgangs.  
  • Að starfsmenn, verktakar og aðrir sem munu fá aðgang að lykil upplýsingakerfum stofnunarinnar muni fá úthlutað einkvæmum notendanöfnum og lykilorðum til þess að tryggja rekjanleika. 
  • Að ekki verði samnýttur aðgangur að upplýsingakerfum. 
  • Að takmarka aðgang að upplýsingum sem skulu njóta leyndar, einungis við þá sem þess þurfa. 
  • Styðjast skal við aðgangshópa við veitingu aðgangs þar sem því verður við komið.  
  • Að ábyrgðaraðilar lykil upplýsingakerfa (sjá EBL-0820) rýni aðgang að sínum kerfum að lágmarki einu sinni á ári.  

Aðgangsstefna Póst- og fjarskiptastofnunar er bindandi fyrir alla starfsmenn hennar. 

Reykjavík 21. júní 2019 

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?