Fréttir

23. apríl 2014

Síminn ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum

Í dag birtir PFS ákvörðun sína nr. 7/2014, markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (áður markaður 7). Niðurstaða PFS er Síminn sé ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði eins og fyrirtækið var með skv markaðsgreiningu árið 2007, sbr. ákvörðun PFS nr. 20/2007. Þær kvaðir sem lagðar voru á Símann með þeirri ákvörðun eru því felldar niður með þessari nýju ákvörðun.
14. apríl 2014

Tölfræðiskýrsla PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2013 komin út

Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2011 – 2013. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.
3. apríl 2014

Samráð við ESA um markaðsgreiningu á leigulínumarkaði

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6), en þann 21. mars sl.efndi PFS til samráðs við ESA um framangreindan markað.
Tungumál - Enska Hafa samband Leita