Fréttir

2. september 2014

PFS birtir umsagnir vegna umræðuskjals um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu

Þann 21. febrúar 2014 birti Póst- og fjarskiptastofnun frétt á hér á vefnum þar sem sett var fram um umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu og kallað eftir umsögnum hagsmunaaðila. Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu atriði þeirra athugasemda sem bárust. Í samantekt stofnunarinnar er að finna yfirlit yfir almennar athugasemdir umsagnaraðila, ásamt samantekt á svörum við þeim tilteknu spurningum sem stofnunin beindi út á markaðinn. Rétt er að geta þess að neðangreind samantekt er ekki tæmandi varðandi þær athugasemdir sem bárust.
29. ágúst 2014

PFS framlengir frest til að skila umsögnum í samráði um leiðbeiningar vegna uppbyggingar ljósleiðaraneta

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja skilafrest umsagna og athugasemda í samráði um leiðbeiningar til sveitarfélaga um uppbyggingu ljósleiðaraneta sem kallað var eftir þann 14. ágúst sl. Nýr skilafrestur umsagna og athugasemda er til og með 7. september nk.
19. ágúst 2014

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu í farsímanetum

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum sem gilda skulu á árinu 2015. Verðsamanburðurinn byggir á ákvörðun PFS nr. 3/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7). Framkvæmd og niðurstaða verðsamanburðarins er nánar tilgreind í þeim ákvörðunardrögum sem hér eru lögð fram til samráðs.
Tungumál - Enska Leita