Fréttir

22. desember 2014

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningum Símans hf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki og kallar eftir samráði um niðurstöðu þeirra. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningar Símans hf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðunardrögum stofnunarinnar (sjá meðfylgjandi samráðsskjal). Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans þá eru helstu verðbreytingarnar fyrir fast forval og einn heilstæðan reikning (FFER) þær að aðgangsgjald að símstöð fyrir POTS port hækka um 1,6%, aðgangsgjald að símstöð fyrir ISDN port hækkar um 2,5% og ISDN stofntengingar (30 rásir) hækka um 3,9%.
18. desember 2014

Míla braut gegn kvöð um jafnræði og stóð ekki rétt að framkvæmdum við Ljósnetsvæðingu á Ísafirði

Póst og fjarskiptastofnun birtir nú ákvörðun sína nr. 34/2014 um aðgangsbeiðni Snerpu að götuskápum Mílu í Holtahverfi á Ísafirði. Með ákvörðuninni er leyst úr ágreiningi Snerpu ehf. og Mílu ehf. vegna VDSL væðingar félaganna í Holtahverfi á Ísafirði. VDSL kerfi Mílu er nefnt Ljósnet en VDSL kerfi Snerpu nefnist Smartnet. Sá tæknilegi munur er á VDSL þjónustu og hefðbundinni ADSL þjónustu að virki búnaðurinn er almennt staðsettur í símstöðvum í tilfelli ADSL tenginga en í götuskápum í tilviki VDSL tenginga. Þar sem virki búnaðurinn er mun nær endanotandanum í tilviki VDSL eru þær tengingar mun öflugri og afkastameiri en hinar hefðbundnu ADSL tengingar. Míla á og rekur grunnet fjarskipta um allt land, þ.m.t. heimtauganet, þ.e. þær lagnir sem liggja úr símstöðvum um götuskápa og inn í heimili og fyrirtæki. Fyrirtækið er með umtalsverðan markaðsstyrk á þessu sviði og því hvílir sú kvöð á...
11. desember 2014

Tilkynningaskylda fjarskiptafyrirtækja varðandi gagnanotkun á ferðalögum erlendis

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína í máli varðandi tilkynningaskyldu fjarskiptafyrirtækja um gagnanotkun á ferðalögum utan EES – svæðisins. Á EES svæðinu er í gildi reglugerð um reiki á almennum farsímanetum. Reglugerðin inniheldur ákvæði um verðþök og upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna á ferðalögum. Reglugerðinni er fyrst og fremst ætlað draga úr mismun á gjaldskrám sem fólk greiðir eftir í heimalandi sínu og þegar það er á ferðalögum og tryggja þannig að notendur fartækja á ferðalagi innan svæðisins borgi ekki óhóflegt verð fyrir síma- og netþjónustu. Auk þess að setja verðþök kveður reglugerðin á um upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtæka til viðskiptavina sinna. Þeir skulu fá skilaboð um að þeir séu að nota reikiþjónustu og hvaða verð eru í gildi í viðkomandi landi. Einnig eiga þeir að fá tilkynningu þegar gagnanotkun þeirra hefur náð ákveð...
Tungumál - Enska Leita